Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slot stað­festir að hann taki við Liverpool

Hollendingurinn Arne Slot stað­festi í dag að hann myndi taka við knatt­spyrnu­stjóra­stöðunni hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Liver­pool af Þjóð­verjanum Jur­gen Klopp sem lætur af störfum eftir loka­um­ferð deildarinnar á sunnu­daginn kemur.

Vill komast hjá því að af­henda City bikarinn

Richard Masters, fram­kvæmda­stjóri ensku úr­vals­deildarinnar mun vera við­staddur leik Arsenal og E­ver­ton á Emira­tes leik­vanginum í Lundúnum í komandi loka­um­ferð deildarinnar þar sem að bar­áttan um Eng­lands­meistara­titilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að lík­legra þyki að Eng­lands­meistara­titillinn verði af­hentur í Manchester­borg.

Efsti kylfingur á heims­lista á yfir höfði sér fjórar á­kærur

Kylfingurinn Scotti­e Schef­fler, efsti maður á heims­lista, á yfir höfði sér fjórar á­kærur í kjöl­far þess að hann var hand­tekinn á vett­vangi bana­slyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lög­reglunnar að vettugi. Bana­slysið átti sér stað rétt hjá Val­halla vellinum í Ken­tuk­cy þar sem að PGA meistara­mótið í golfi er nú haldið.

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu“

Annað risa­mót ársins í golf­heiminum hefst seinna í dag þegar að kylfingar hefja fyrsta hring á PGA meistara­mótinu á Val­halla vellinum í Ken­tucky. Þrír kylfingar eru taldir lík­legastir til af­reka á mótinu sem gæti verið leikið við meira krefjandi að­stæður en vana­lega. Og sem fyrr eru augu margra á Tiger Woods.

Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við

Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB.

Feðgar þjálfa Breiða­blik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“

Feðgarnir Hrafn Kristjáns­son og Mikael Máni Hrafns­son munu saman þjálfa karla­lið Breiða­bliks í fyrstu deildinni í körfu­bolta á næsta tíma­bili. Eðli­leg lokun á ein­hvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með ein­hverjum hætti við­loðandi hans þjálfara­feril.

„Okkur dauð­langar í meira“

Það er ó­hætt að segja að komandi dagar séu ansi mikil­vægir fyrir karla­lið Vals í hand­bolta sem að leikur þrjá úr­slita­leiki á næstunni. Úr­slita­leiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskars­syni, þjálfara liðsins og leik­mönnum hans. Fyrsti úr­slita­leikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftur­eldingu á heima­velli í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarð­vík

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga. 

„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“

„Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyng­by,“ sagði Freyr Alexanders­­son, fyrr­verandi þjálfari Lyng­by í kímni og hló svo dátt í kjöl­farið að sögn blaða­­manns Tips­bladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í mögu­­leg fé­lags­­skipti Andra Lucasar Guð­john­­sen frá Lyng­by til belgíska úr­­vals­­deildar­­fé­lagsins Gent sem virðist ná­lægt því að kaupa ís­lenska lands­liðs­fram­herjann.

Sjá meira